Innihaldslýsing

2 bollar hveiti
1 bolli rapaduro hrásykur, frá Rapunzel
1 bolli cristallino hrásykur, frá Rapunzel
1/3 bolli kakó, frá Rapunzel
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk himalaya salt
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk negull
2 tsk kanill
1/2 tsk vanilluduft
1 dós Oatly hafra sýrður rjómi
2 tsk eplaedik
1 bolli soðið vatn
3/4 bolli jurtaolía
Þessi kaka er tilbrigði við skúffukökur eins og við þekkjum þær nema hún er með dásamlegu kryddbragði og mýkri og blautari í sér.  Þetta dásamlega rjómaosta krem er engu líkt! Svo mjúkt og flöffí og alveg án allra dýraafurða. Oatly rjómaosturinn gerir ótrúlega mikið og kremið passar ótrúlega vel á þessa köku. Það er svo...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°c blástur
2.Blandið saman öllum þurrefnum í stóra skál og hrærið með stórum písk þar til engir kekkir eru.
3.Setjið vökvann út í og hrærið þar til deigið er kekkjalaust.
4.Setjið bökunarpappír í skúffukökuform eða smyrjið vel og hellið deiginu í formið. Bakið í 35 mín ca, fer eftir ofnum þó en kakan er tilbúin þegar prjóni er stungið í hana og kemur hreinn út.
5.Leyfið kökunni að kólna alveg áður en kremið er sett á.

Þessi kaka er tilbrigði við skúffukökur eins og við þekkjum þær nema hún er með dásamlegu kryddbragði og mýkri og blautari í sér.  Þetta dásamlega rjómaosta krem er engu líkt! Svo mjúkt og flöffí og alveg án allra dýraafurða. Oatly rjómaosturinn gerir ótrúlega mikið og kremið passar ótrúlega vel á þessa köku.

Það er svo alveg dásamlegt að þeyta smá Oatly vanillusósu með og bera kökuna fram með henni. 100% vegan

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.