Innihaldslýsing

1 kg af lífrænum nýuppteknum kartöflum, smælki t.d
Lífræn ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel
Sjávarsalt
Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því. Þetta er dásamleg tvenna sem hentar með mörgum réttum. Olía unnin úr graskersfræjum er talin hafa góð áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Samkvæmt rannsóknum er hún talin hafa bætandi áhrif á hormónabúskap*...

Leiðbeiningar

1.Sjóðið kartöflurnar þar til þær verða tilbúnar. Hitið ofn í 200°C blástur.
2.Setjið bökunarpappír á ofnplötu og eða olíu í eldfast mót og setjið kartöflurnar á. Kremið kartöflurnar með buffhamri eða álíka verkfæri. Penslið ólífuolíu yfir kartöflurnar og stráið sjávarsalti yfir. Bakið þar til kartöflurnar eru orðnar gylltar og krispí.
3.Berið fram með hvítlauks aiolí gerðu úr graskersfræolíu

Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því. Þetta er dásamleg tvenna sem hentar með mörgum réttum.

Olía unnin úr graskersfræjum er talin hafa góð áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Samkvæmt rannsóknum er hún talin hafa bætandi áhrif á hormónabúskap* og minnkar erfið áhrif af breytingaskeiðinu, vinnur gegn hárlosi, ofvirkri þvagblöðru* og blöðruhálskirtilsvandamálum.*

Hún hentar ekki til steikingar en er frábær út á salatið, í sósur, eða beint til inntöku.

*M. Gossell-Williams, C. Hyde, T. Hunter, D. Simms-Stewart, H. Fletcher, D. McGrowder & C. A. Walters (2011) Improvement in HDL cholesterol in postmenopausal women supplemented with pumpkin seed oil: pilot study, Climacteric, 14:5, 558-564, DOI: 10.3109/13697137.2011.563882

*https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2225411016302127?via%3Dihub

*Young Hye Cho, Sang Yeoup Lee, Dong Wook Jeong, Eun Jung Choi, Yun Jin Kim, Jeong Gyu Lee, Yu Hyeon Yi, Hyeong Soo Cha, “Effect of Pumpkin Seed Oil on Hair Growth in Men with Androgenetic Alopecia: A Randomized, Double-Blind, Placebo-Controlled Trial”, Evidence-Based Complementary and Alternative Medicine, vol. 2014, Article ID 549721, 7 pages, 2014. https://doi.org/10.1155/2014/549721

Færsla og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.