Innihaldslýsing

4-5 bökunarkartöflur eða samsvarandi magn af venjulegum gullauga
1 stór laukur
5-6 gulrætur
6 sneiðar beikon
5-600g nautahakk, má líka vera blanda af naut og lambi
1 msk nautakraftur frá Oscar
1 tsk þurrkuð steinselja
1 tsk timian
1 tsk hvítlauksduft
salt og pipar eftir smekk
1 msk maizena í smá vatn eða sósujafnari
3-4 dl vatn
1 dl rjómi frá Örnu
1/2 poki hreinn mozzarella frá Örnu
1/2 poki mozzarella með pipar frá Örnu
Erum við ekki alltaf að leita að einhverjum nýjum uppskriftum með innihalda hakk? Eitthvað svona til að hafa í miðri viku. Þessi réttur er bæði ódýr og einfaldur og allir í fjölskyldunni elska hann. Og það passar jafn vel að hafa rauðkál og baunir með eins og að hafa salat og snittubrauð.

Leiðbeiningar

1.Afhýðið kartöflur og skerið í sneiðar. Sjóðið í söltuðu vatni í 10 mín.
2.Setjið lauk, gulrætur og beikon í matvinnsluvél og vinnið frekar smátt. Einnig hægt að saxa þetta. Setjið 1 msk olíu á pönnu og steikið þar til laukurinn er glær og grænmetið aðeins byrjað að brúnast.
3.Takið laukblönduna af pönnunni og setjið hakkið út á og brúnið. Setjið krydd og laukblöndu saman við og steikið áfram í smástund.
4.Setjið kjötkraft yfir og vatn og sjóðið í nokkrar mín. Smakkið til, gæti þurft meira salt og pipar? Setjið sósujafnara eða maizena yfir og hrærið vel í. Setjið rjómann saman við.
5.Sigtið kartöflurnar og setjið í eldfast mót. Saltið og piprið aðeins yfir. Setjið þar næst hakkið yfir kartöflurnar og toppið með mozzarella ostinum.
6.Bakið við undir og yfirhita í 20 mín.
7.Berið fram með salati og snittubrauði.

Erum við ekki alltaf að leita að einhverjum nýjum uppskriftum með innihalda hakk? Eitthvað svona til að hafa í miðri viku. Þessi réttur er bæði ódýr og einfaldur og allir í fjölskyldunni elska hann. Og það passar jafn vel að hafa rauðkál og baunir með eins og að hafa salat og snittubrauð.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.