Innihaldslýsing

2 pakkar lambasirloinsneiðar frá Kjarnafæði með villikryddjurtablanda
2-3 sætar kartöflur, sneiddar
Heimsins besta sósa:
1 laukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
1-2 msk smjör
1 msk hvítvínsedik
3 dl vatn
3 msk kjúklingakraftur
2 dl matreiðslurjómi
300 g gulrætur, niðurskornar
100 g spínat, án stikla
salt og pipar
2 dl hvítvín
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Takið lambakjötið úr pakkningu og látið standa við stofuhita á meðan sósan er útbúin.
2.Skerið grænmetið niður.
3.Látið smjör í pott og steikið lauk og hvítlauk við miðlungshita.
4.Bætið hvítvínsediki saman við og sjóðið niður.
5.Bætið hvítvíni saman við og látið sjóða þar til helmingurinn hefur gufað upp.
6.Bætið vatni og kjúklingakrafti saman við.
7.Látið því næst rjómann saman við og látið malla í 5 mínútur.
8.Bætið gulrótum saman við og látið malla áfram við miðlungshita í 5-8 mínútur.
9.Látið spínatið saman við.
10.Steikið eða grillið kótiletturnar og sætu kartöflurnar.
11.Berið fram með sósunni.
Færslan er unnin í samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.