Innihaldslýsing

¼ bolli heilar möndlur, fínt saxaðar*
¼ bolli pekanhnetur, fínt saxaðar*
¼ bolli sólblómafræ*
½ bolli kasjúhnetur*
¼ bolli graskersfræ*
¼ bolli möndlumjöl eða fínt malaðar heilar möndlur*
1 bolli fínt kókosmjöl*
1 plata 85% súkkulaði frá Rapunzel, fínt saxað*
75g Cristallino hrásykur frá Rapunzel*
¼ tsk sjávarsalt, fínt malað
3 stórar eggjahvítur af lífrænum eggjum*
½ bolli fínt hnetusmjör*
1/2 tsk vanillukorn*
-------------------------------
*lífræn hráefni
Þessar litlu kökur eru mjög þéttar í sér og eru í raun prótínstykki í dulargervi. Þær eru hveitilausar, pakkaðar af næringu, góðri fitu og prótíni. Í þeim eru einungis lífræn gæða hráefni. Það er vel hægt að skipta út hrásykrinum fyrir sykurlausa sætu og eru þær þá í raun orðnar mjög kolvetnasnauðar. Þær hagga varla...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C blástur og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
2.Saxið hneturnar og súkkulaðið og setjið í skál ásamt fræjum, hrásykri, möndlumjöli og kókosmjöli. Hrærið vel í með sleif.
3.Setjið eggjahvítur, vanillukorn, salt og hnetusmjör í skál og þeytið saman með písk. Setjið út í þurrefnin og byrjið að blanda saman með sleifinni. Haldið áfram að hnoða saman með höndunum, persónulega finnst mér best að vera í latexhönskum þegar ég vinn deigið.
4.Mótið deigið í kúlur með því að klessa því saman og rúlla í höndunum. Mótið svo í smáköku/klatta og setjið á bökunarplötu. Það má alveg vera stutt bil á milli þeirra þar sem þær stækka ekkert í ofninum.
5.Bakið í 15 - 20 mín eða þar til þær eru farnar að dökkna á köntunum

Þessar litlu kökur eru mjög þéttar í sér og eru í raun prótínstykki í dulargervi. Þær eru hveitilausar, pakkaðar af næringu, góðri fitu og prótíni. Í þeim eru einungis lífræn gæða hráefni. Það er vel hægt að skipta út hrásykrinum fyrir sykurlausa sætu og eru þær þá í raun orðnar mjög kolvetnasnauðar. Þær hagga varla blóðsykrinum og gefa sérlega góða orku.

Ég geri yfirleitt stóran skammt og frysti. Tek út eina og eina sem ég nýt með góðum kaffibolla eða tek með mér í nesti.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Error: Contact form not found.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.