Innihaldslýsing

1 Dala hringur
1 Camembert
1 Goðdala Feykir
1 Goðdala Grettir
1 Villisveppaostur
1 Hvítlauksostur
1 Mexíkóostur
1 Óðals Búri skorinn í teninga
1 Gullostur
Vínber
Fersk jarðarber
Ætiþistlar
Svartar ólífur
Grænar fylltar ólífur
Rautt pestó
Grænt pestó
Kryddpylsa í rúllu
Salami í sneiðum
Fersk basilika og steinselja
Sulta eftir smekk
Sólþurrkaðir tómatar
Pekanhnetur
Grissini brauðstangir
Parmesan ostastangir
Ostaplattar eru sérlega fallegir á veisluborðið og hægt að setja á þá allt sem hugurinn girnist. Það er snjallt að bæta ostabakka á veisluborðið ásamt öðrum veitingum og auðvelt að stækka þá eða minnka eftir stærð veislu og fjölda veislugesta hvort sem um ræðir fermingar-, útskriftar eða afmælisveislu. Hér raða ég saman fjölbreyttu úrvali af...

Leiðbeiningar

1.Skolið ávexti. Skerið Búra í teninga. Takið ostana úr umbúðunum og raðið á bakka.
2.Brjótið salami saman, takið parma skinkuna í sundur, setjið ólífur, tómata, hnetur og ætiþisla í skálar. Opnið krukkur og setjið áhöld í.
3.Raðið áleggi, smyrjum og grænmeti í kringum ostana. Setjið fersk krydd inn á milli.

Ostaplattar eru sérlega fallegir á veisluborðið og hægt að setja á þá allt sem hugurinn girnist. Það er snjallt að bæta ostabakka á veisluborðið ásamt öðrum veitingum og auðvelt að stækka þá eða minnka eftir stærð veislu og fjölda veislugesta hvort sem um ræðir fermingar-, útskriftar eða afmælisveislu. Hér raða ég saman fjölbreyttu úrvali af hvers kyns gæða ostum frá MS ásamt ýmsu góðgæti sem rekja má uppruna sinn til Ítalíu. Slíkir bakkar eru kallaðir antipasto og bornir fram sem forréttur. Gott er að hafa í huga að raða saman nokkrum ólíkum tegundum osta, nokkrar tegundir af kjötáleggi ásamt því að setja eitthvað ferskt og litríkt með.


Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við MS Gott í matinn.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.