Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og góðar. Þessar er auðveldlega hægt að frysta og best að gera það fljótlega eftir bakstur en passa bara að þær séu orðnar alveg kaldar áður.
Ég þori varla að segja það en ég prófaði að setja nutella á eina og það verður ekki snúið við, það er eitt það rosalegasta sem ég hef á ævinni bragðað!
Leave a Reply