Innihaldslýsing

360g hveiti
1/4 tsk salt
1 1/2 msk lyftiduft
70g hrásykur
100g saxað suðusúkkulaði eða annað dökkt súkkulaði
115g kalt smjör
125g Vanilluskyr frá Örnu
2 stór egg
1 egg til að pensla með
Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 260°C.
2.Blandið saman þurrefnum í skál ásamt söxuðu suðusúkkulaði, hrærið saman með písk.
3.Skerið kalt smjörið í bita og myljið saman við hveitiblönduna með höndunum. Þegar smjörið er orðið eins og litlar baunir í hveitinu hrærið þið eggin saman við skyrið í skál og setjið saman við hveitið. Hrærið saman að mestu með sleif í skálinni en færið deigið svo á borð.
4.Hnoðið deigið á borðinu þar til það er rétt svo samlagað. Fletið það út með höndunum í stað þess að nota kökukefli. Þannig verða skonsurnar mýkri í sér og lyftast betur.
5.Skerið skonsurnar út með hringlaga piparkökumóti eða glasi með þunnum brúnum. Varist að snúa forminu þegar skonsurnar eru skornar, ýtið bara beint niður.
6.Setjið skonsurnar varlega á plötu klædda bökunarpappír. Lækkið hitann á ofninum niður í 215°C blástur.
7.Pískið egg vel með gaffli og penslið toppinn á skonsunum. Bakið skonsurnar í 12 - 14 mín eða þar til þær eru gylltar og fallegar.

Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og góðar. Þessar er auðveldlega hægt að frysta og best að gera það fljótlega eftir bakstur en passa bara að þær séu orðnar alveg kaldar áður.

Ég þori varla að segja það en ég prófaði að setja nutella á eina og það verður ekki snúið við, það er eitt það rosalegasta sem ég hef á ævinni bragðað!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.