Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með vanillunni. Fyllingin varð svo fersk og það lyfti bollunni á eitthvað annað plan!
Bollurnar eru semsagt þessar:
#1 Jarðarberjabolla með hvítu súkkulaði og karamellukókosflögum: Jarðarberjasulta, Grísk jógúrt með jarðarberjum og vanillu, þeyttur Örnu rjómi, söxuð jarðarber, karamellukókosflögur. Á toppinn: Hvítsúkkulaði ganache, karamellukókosflögur og söxuð jarðarber.
#2 Snickers bolla: Saltkaramella, þeyttur Örnu rjómi, salthnetur, meiri karamella. Á toppinn: Mjólkursúkkulaði með hnetusmjöri og salthnetur
#3 Rice krispies bolla: Súkkulaði rice krispies botn, þeyttur Örnu rjómi, bananasneiðar, karamella. Á toppinn: Meiri karamella og súkkulaði rice krispies.
Leave a Reply