Innihaldslýsing

4 dl vatn
160g smjör
250g hveiti
1/4 tsk salt
5-6 stór egg, pískuð saman
Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með...

Leiðbeiningar

1.Vatnsdeigsbollur:
2.Hitið vatn í potti og bætið smjöri saman við. Látið sjóða í smá stund.
3.Setjið hveiti og salt saman við og hrærið rösklega saman í pottinum.
4.Kælið deigið með því að setja það í hrærivélaskálina og dreifa því upp á skálarbrúnirnar.
5.Setjið egg í mælikönnu og pískið saman. Ef eggin eru mjög stór er ekki víst að það þurfi alveg 6 egg svo það er betra að píska þau saman og skilja smá eftir.
6.Þegar deigið er orðið volgt má byrja að hræra það með káinu og setja eggin út í í smá skömmtum.
7.Hitið ofninn í 205°C blástur
8.Setjið deigið á plötu klædda bökunarpappír með góðu millibili. Stærðin fer eftir smekk en mér finnst best að nota sprautuboka en einnig er fínt að nota matskeiðar.
9.Setjið plöturnar inn og lækkið hitann í 190°C. Bakið í að minnsta kosti 30 mín. Ég fer jafnvel alveg upp í 40 mín þar sem ég vil hafa þær frekar þurrar og þannig eru líka minni líkur á því að þær falli. Aldrei opna ofninn fyrr en eftir a.m.k 25 mín!

Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með vanillunni. Fyllingin varð svo fersk og það lyfti bollunni á eitthvað annað plan!

Bollurnar eru semsagt þessar:

#1 Jarðarberjabolla með hvítu súkkulaði og karamellukókosflögum: Jarðarberjasulta, Grísk jógúrt með jarðarberjum og vanillu, þeyttur Örnu rjómi, söxuð jarðarber, karamellukókosflögur. Á toppinn: Hvítsúkkulaði ganache, karamellukókosflögur og söxuð jarðarber.

#2 Snickers bolla: Saltkaramella, þeyttur Örnu rjómi, salthnetur, meiri karamella. Á toppinn: Mjólkursúkkulaði með hnetusmjöri og salthnetur

#3 Rice krispies bolla: Súkkulaði rice krispies botn, þeyttur Örnu rjómi, bananasneiðar, karamella. Á toppinn: Meiri karamella og súkkulaði rice krispies.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.