Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og súkkulaðikrem!
Karamellujógúrtið frá Örnu er algjört lykilatriði og gefur henni einstakt karamellubragð og mýkt. Ég set svo á hana karamellusmjörkrem en það er alveg hægt að setja hvaða krem sem er á hana. Það er svo lítið mál að kippa henni með í útileguna ef þið eigið skúffukökuform með loki. Hún helst lengi mjúk og nýmjólkin frá Örnu væri fullkomin með!
Leave a Reply