Innihaldslýsing

120g mjúkt smjör
1/2 bolli jurtaolía
1/2 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 stór egg við stofuhita
2 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
1 bolli Karamellujógúrt frá Örnu
Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og...

Leiðbeiningar

1.Setjið smjör, olíu, sykur og vanilludropa saman í skál og þeytið vel þar til létt og ljóst. Bætið þá 1 eggi við og hrærið vel. Setjið síðara eggið saman við og þeytið áfram þar til blandan er orðin létt og flöffí.
2.Sigtið saman við þurrefnin og hrærið aðeins í, setjið þá jógúrtina saman við og hrærið bara rétt þannig að deigið sé samlagað, alls ekki hræra deigið of mikið.
3.Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eða setjið bökunarpappír í skúffukökuform. Setjið deigið í formið og sléttið yfirborðið.
4.Bakið í 30-35 mín á blæstri. Fer eftir ofnum þó en kakan er tilbúin þegar prjónn kemur hreinn úr sem stungið er í kökuna.

Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og súkkulaðikrem!

Karamellujógúrtið frá Örnu er algjört lykilatriði og gefur henni einstakt karamellubragð og mýkt. Ég set svo á hana karamellusmjörkrem en það er alveg hægt að setja hvaða krem sem er á hana. Það er svo lítið mál að kippa henni með í útileguna ef þið eigið skúffukökuform með loki. Hún helst lengi mjúk og nýmjólkin frá Örnu væri fullkomin með!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.