Það er óhætt að segja að nachos með allskonar gúmmelaði og nóg af bræddum osti vekji ávallt mikla lukku. Hér er þessi skemmtilegi réttur borinn fram með nautakjöti sem legið hefur í marineringu undir kóreskum áhrifum. Uppskriftin er upprunarlega af vefnum seriouseats. Það dugar að hafa kjötið í leginum í 1 klst en svo er það nú þannig að lengra er alltaf aðeins betra. Hægt er að kaupa ostasósu en ég mæli svo sannarlega með því að leggja smá á sig og gera heimagerða ostasósu sem er engu lík. Þessi réttur er fullkominn í partý helgarinnar.
Styrkt færsla
Leave a Reply