Innihaldslýsing

1/2 Rauðlaukur
4 Hvítlauksgeirar
10 Piparkorn
1/2 Bolli hvítvínsedik
1 Jalapeno
200 gr Nautalund
Ólífu olía
Rucola salat
Safi úr 1/2 lime
Parmesan ostur
Sjávarsalt og pipar
Carpaccio er skírt í höfuðið á myndlistamanni að nafni Vittore Carpaccio sem gerði garðinn frægan um 1500. Það er ekki skrýtið að fólk sé enn þann dag í dag að gæða sér á þessum rétti, enda einstaklega góður við flest tilefni. Hér erum við búnir að setja saman skemmtilega útfærslu sem gefur bragðlaukunum sannkallaða óvissuferð....

Leiðbeiningar

1.Snyrtið nautalundina ef þess þarf og skerið flottan bita sem auðvelt er að skera í þunnar sneiðar
2.Setjið bitann inn í frysti í ca klukkustund
3.Á meðan lundin er í kælingu er pikklaði rauðlaukurinn búinn til
4.Skerið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar
5.leggið laukinn í sigti undir sjóðheitt vatn(úr krana) í um 20 sekúndur
6.Laukurinn,piparkornin,edikið,jalapenoið og hvítlaukurinn fara nú saman í glerkrukku og allt hrist saman í um mínútu og lagt í ísskáp
7.Nautalundin tekin úr frysti og skorin í þunnar sneiðar
8.Sneiðarnar eru lagðar á bökunarpappír og svo annað lag af bökunarpappír lagt ofan á, því næst eru þær flattar út. (Einnig hægt að berja þær út með opnum lófa)
9.Nú þegar kjötið er tilbúið er það lagt fallega á t.d disk
10.að lokum fara Lime safinn, Ólífu olían, Salt, Pipar, Parmesan osturinn, Rucola og pikklaði rauðlaukurinn yfir

Carpaccio er skírt í höfuðið á myndlistamanni að nafni Vittore Carpaccio sem gerði garðinn frægan um 1500. Það er ekki skrýtið að fólk sé enn þann dag í dag að gæða sér á þessum rétti, enda einstaklega góður við flest tilefni. Hér erum við búnir að setja saman skemmtilega útfærslu sem gefur bragðlaukunum sannkallaða óvissuferð. Njótið í botn :)

Hægt er að fylgjast með Matarmönnum á Instagram undir @Matarmenn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.