Innihaldslýsing

3 egg
2 kúfaðar msk kotasæla
salt & pipar
silkiskorin skinka eftir smekk
1/4 græn paprika
2-3 sveppir
Stór lúka ferskt spínat
1/2 poki hreinn mozzarella frá Örnu
Krydd eftir smekk
Mér finnst mjög gott að fá eitthvað heitt að borða í hádeginu, smá gamaldags kannski. Samt ekkert alltaf til í eitthvað þungt og flókið. Bara henda einhverju á pönnu í fljótheitum dugir alveg. Ég færði eggjaköku upp á annað stig með því að grilla hana með osti. Það er vissulega allt betra með grilluðum osti,...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að skera grænmeti og skinku í bita
2.Hrærið saman eggjum og kotasælu og saltið og piprið, setjið til hliðar
3.Hitið avocado olíu á pönnu og steikið grænmeti og skinku, setjið spínatið út í og steikið áfram
4.Hellið eggjablöndunni yfir og stráið mozzarella yfir eggin
5.Setjið á grill í ofninum og bakið í 5-10 mín eða þar til osturinn er gylltur
6.Stráið ferskri papriku yfir

Mér finnst mjög gott að fá eitthvað heitt að borða í hádeginu, smá gamaldags kannski. Samt ekkert alltaf til í eitthvað þungt og flókið. Bara henda einhverju á pönnu í fljótheitum dugir alveg.

Ég færði eggjaköku upp á annað stig með því að grilla hana með osti. Það er vissulega allt betra með grilluðum osti, segi það ekki en þessi er alveg fullkomin. Ég notaði hreina mozzarella ostinn frá Örnu en það er áreiðanlega mjög gott að nota líka þann með pipar eða hvítlauk.

Þessi hentar fyrir 2 eða einn svangan.

Rifinn Ostur

Myndir og uppskrift eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.