Innihaldslýsing

450 g hveiti
1 bréf þurrger
3 dl mjólk
1 dl kotasæla
1 dl ólífuolía
100 g rifinn ostur
2 tsk hvítlaukssalt
2 tsk Aromat frá Knorr
Frábærar með kaffinu eða súpunni

Leiðbeiningar

1.Blandið hveiti, þurrgeri, hvítlaukskryddi og aromat saman í skál.
2.Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg og bætið olíunni saman við. Hellið saman við þurrefnin og hnoðið.
3.Setjið kotasælu og ost saman við allt og hnoðið áfram.
4.Látið hefast undir rökum klút í 30 mínútur.
5.Mótið bollur og setjið á ofnplötu með smjörpappír.
6.Setjið egg í skál og léttþeytið. Penslið bollurnar með egginu.
7.Bakið í 210°c heitum ofni í 10-15 mínútur.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Knorr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.