Innihaldslýsing

4 bollar Kornax brauðhveiti (í bláu pokunum)
1 msk himalaya salt
1.5 msk lífrænn hrásykur, t.d Cristallino frá Rapunzel
3 msk vegan smjör eða smjörlíki mjúkt
1 bréf þurrger
1 1/2 bolli Oatly barista haframjólk
1 dós Oatly smurostur (påmacken í bláu dósunum)
2 msk sesamfræ
2 msk birkifræ
Ostaslaufur er eitt það brauðmeti sem hefur verið hvað vinsælast í bakaríum landsins um árabil. Og svo auðvitað í brauðbörum í matvöruverslunum. Verst bara hvað þær eru í raun dýrar! Málið er að það er ekkert mál að gera þær heima og geyma svo í frystinum fyrir krakkana. Alveg gráupplagt að taka með í nesti...

Leiðbeiningar

1.Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og setjið krókinn á. Velgið mjólkina upp í 37°c og hellið henni rólega saman við þurrefnin. Bætið smjörlíkinu við.
2.Hnoðið deigið á miðlungshraða í 5 mín. Það skiptir málið að hnoða frekar lengi
3.Setjið deigið í aðra skál sem búið er að pensla með olíu og setjið plastfilmu yfir - látið hefast í 40 mín.
4.Takið deigið úr skálinni og setjið á hveitistráð borð, fletjið út í ferning. Smyrjið smurostinum á miðjuna á deiginu, brjótið deigið yfir smurosts hlutann, bæði upp og niður svo þetta verði lengja fyllt með smurostinum.
5.Snúið lengjunni við, blandið saman fræjunum í skál, penslið deigið með vatni og stráið fræjum yfir. Skerið þykku lengjuna þvert og snúið upp á hvert stykki 2x.
6.Leggið ostaslaufurnar á plötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 50°c og úðið að innan með vatni. Setjið plötuna inn og hefið í ofninum í 40 mín.
7.Takið plötuna út að lokinni hefun, hitið ofninn í 220°C og bakið í 18 mín ca eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar.

Ostaslaufur er eitt það brauðmeti sem hefur verið hvað vinsælast í bakaríum landsins um árabil. Og svo auðvitað í brauðbörum í matvöruverslunum. Verst bara hvað þær eru í raun dýrar! Málið er að það er ekkert mál að gera þær heima og geyma svo í frystinum fyrir krakkana. Alveg gráupplagt að taka með í nesti eða eiga fyrir kaffitíma.

Svo er annað, mörg börn eru með mjólkuróþol eða mjólkurofnæmi og mega þvi ekki fá svona góðgæti, þá kemur Oatly smurosturinn sterkur inn. Hann hentar jafn vel í bakstur og í matargerð og kemur einstaklega vel út í þessum ostaslaufum. Deigið sjálft er án mjólkur og annarra dýraafurða svo þessar ostaslaufur eru einnig vegan.

 

 

Image result for pamackan

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf. Umboðsaðila Oatly á Íslandi

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.