Nýlega rifjaði ég upp kynni mín af Nutella….eitthvað sem ég hefði betur látið ógert því nú dreymir mig um þetta daglega. Nutella og bananabrauð smellpassar saman og þessi uppskrift er hreint út sagt dásamleg. Engu verra er svo að bera það svo fram með Nutella (já þið lásuð rétt)..ommnomm! Bananabrauð með Nutellakremi 240 g hveiti...
Archives: <span>Recipes</span>
Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði
Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís....
Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo
Ég hélt á dögunum smá veislu þar sem ég bauð meðal annars upp á þessa litlu, krúttlegu og veisluvænu hamborgara. Til að gera langa sögu stutta að þá slógu þeir allrækilega í gegn og gerðu þar af leiðandi veisluna enn betri fyrir vikið. Góðir hamborgarar á sumarkvöldi koma svo sannarlega sterkir inn og það er...
Heimagerð smáborgarabrauð
Uppskrift að einföldum og góðum brauðbollum sem hentar sérstaklega vel þegar halda skal veislu. Bollurnar má fylla með því sem hugurinn girnist og eru til dæmis frábærar sem lítil hamborgarabrauð. Smáborgarabrauð 20-25 stk 14 g þurrger 800 g hveiti 500 ml volgt vatn 1 tsk salt sesamfræ egg til penslunar Aðferð Blandið saman volgu vatni...
Klassísk frönsk súkkulaðikaka
Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi
Á sumrin veit ég fátt betra en að fá mér kjúklingasalat og hvítvín í sólinni. Eins og allir vita hefur hinsvegar lítið borið á sólinni þetta sumarið og kjúklingasalatið óvart setið á hakanum. Biðinni lauk hinsvegar í dag! Sólin kemur kannski ekki, en kjúklingasalat skyldi ég fá mér og mögulega hvítvínglas með. Þetta kjúklingasalat er ferskt,...
Baquette með kjúklingapestó í grískri jógúrt
Hjá mér og mínum er júlí tími ferðalaganna. Fyrir þau langar mig alltaf að útbúa eitthvað ómótstæðilegt nesti svo ég þurfi ekki að súpa hveljur á meðan ég borða pullu með öllu. En í raunveruleikanum á ég 4 börn og má þakka fyrir að muna eftir að taka þau öll með þegar við leggjum af...
Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum
Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er bókin FRESH & EASY eftir höfundinn Jane Hornby. Í þessari bók kemur hún með uppskriftir af litríkum og ferskum mat sem eru bæði einfaldar og fljótlegar og hefur verið mikið notuð á mínu heimili. Hér birti ég eina frábæra uppskrift úr þessari bók sem ég eldaði um daginn, en...
Letipasta
Ég er alveg ótrúlega spennt að kynna uppskriftina að þessum dásamlega pastarétti fyrir ykkur. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að hér gengur allt upp. Rétturinn getur ekki verið einfaldari þar sem öllu er blandað saman í einn pott og soðið í 10 mínútur, hann er gífurlega fljótlegur í undirbúningi (10 mínútur) og er einn...
Mexíkóskar taco skálar
Mexíkósur matur er alltaf vinsæll og þessi útfærsla á tortillum er sérstaklega skemmtilegt, einföld og vekur ávallt mikla lukku hjá börnunum. Taco skálar 8 tortillur 500 g nautahakk 1 dós salsasósa meðalsterk eða sterk rifinn ostur iceberg kál, smátt skorið tómatar, smátt skornir guagamole sýrður rjómi ólífur Aðferð Hitið ofninn á 175°c. Mýkið tortillurnar með...
Boudin brownies
Ég biðlaði til ykkar á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt þar sem ég óskaði eftir því að fá að vita hvaða uppskrift ykkur langaði að sjá á síðunni. Ég fékk þar skemmtilegar tillögur sem ég er ætla svo sannarlega að nýta mér á komandi vikum. Ein tillagan var að fá inn fleiri kökuuppskriftir….helst ekki hollar. Að sjálfsögðu bregst ég...
Mangó raita
Þegar kemur að því að elda góðan mat er það oft meðlætið sem setur punktinn yfir i-ið. Með því að bjóða uppá spennandi meðlæti er oft hægt að hafa aðalréttinn sjálfan einfaldan og fljótlegan. Ein af uppáhalds léttu sósunum mínum hefur til lengri tíma verið raita með agúrku og hefur hún verið gerð margoft á þessu...
Létt kartöflusalat með eplabitum
Kartöflusalat er svo mikið sumar og bráðnauðsynlegt með hinum ýmsu grillréttunum. Þetta kartöfusalat er létt og ferskt með sýrðum rjóma og eplabitum og smellpassar með flestum grillréttum. Fljótlegt og bragðgott…þið sláið í gegn með þessari uppskrift. Létt kartöflusalat með eplabitum 6-8 kartöflur, soðnar kartöflur skornar í stóra teninga 1 1/2 rautt epli, skorið í teninga...
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum....
Ferskt og bragðmikið LKL rækjusalat
Nýlega kom út matreiðslubók um Lágkolvetna lífsstílinn – LKL eftir Gunnar Má Sigfússon, en Gunnar hefur um langt árabil verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir hann lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda fólki leiðina að heilbrigðara lífi. Ég kolféll fyrir...
Magnað mangó sorbet
Þetta er ísinn sem þið viljið vera að borða og bjóða upp á í sumar. Milt mangóbragð og fersk berjasósa gera þennan krapís gjörsamlega ómótstæðilegan. Hann er ofureinfaldur í gerð en gott að vinna sér hann í haginn áður en hans er notið, þar sem að hann þarf sinn frystitíma. Skellið í þennan og njótið!...

















