Þessi bráðholla skál er skemmtileg, litrík, holl og einföld og tilvalin til þess að brjóta upp hefðbundna fiskinn sem maður á oft til með að gera aftur og aftur. Það er algjörlega hægt að leika sér með innihalds efnin og setja það sem hverjum og einum finnst best ofan í hana. Mér finnst gott að hafa sushi engifer og chilimayo með og hendi því alltaf ofan á hana. Þennan rétt er ekkert mál að bjóða upp á í matarboði, en það er auðveldlega hægt að vera búinn að skera niður allt og blanda því svo saman rétt áður en rétturinn er borinn fram. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hafið, en ég versla alltaf minn fisk þar því ég veit að þar fæ ég ferskan og nýjan fisk, sem skiptir öllu máli þegar hann er notaður í svona rétti þar sem hann er ekki eldaður. Fiskurinn í þessa uppskrift kostaði tæplega 750 kr og restin af hráefnunum er ódýr – svo það þarf ekki að vera dýrt að borða hollt og gott
– Íris Blöndahl
Leave a Reply