Það er svo hrikalega auðvelt og einfalt að græja sér bragðgóða asíska rétti. Ég hef sagt það áður hér en mitt allra mesta uppáhald eru dumplings eða gyoza eins og það er líka kallað. Dásamlegir koddar fylltir allskyns góðgæti. Þessa frá Itsu nota ég en þeir eru að mínu mati það sem kemst næst því sem hægt er að fá á veitingastöðum. Hér er ég með dumplings með rækjufyllingu og þar sem ég er mjög hrifin af rækjum og öðru sjávarfangi ákvað ég að skella í rækjunúðlur með þeim.
Þetta er einfaldur réttur, alls ekki svo mörg hráefni og tekur enga stund að útbúa. Uppskriftin miðast við 2 en það er auðveldlega hægt að margfalda hana.
Leave a Reply