

| 200 g grautargrjón (grodris) | |
| 2 dl vatn | |
| 1 líter nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum | |
| 1 vanillustöng | |
| 50 g sykur | |
| 50 g möndlur, saxaðar langsum eða hakkaðar | |
| 4 dl 36% rjómi frá Örnu mjólkurvörum | |
| Saltkaramella: | |
| 150 g sykur | |
| 50 g púðursykur | |
| 2 msk smjör | |
| 1/2 tsk sjávarsalt |
Fyrir 6-8 manns
| 1. | Látið vatn í stóran pott og hitið að suðu. Bætið þá grjónunum saman við og sjóðið þar til vatnið er næstum uppurið. |
| 2. | Bætið mjólkinni saman við og hitið að suðu en varist að grauturinn brenni ekki við. |
| 3. | Lækkið hitann og bætið fræjum úr vanillustöng og klofnu vanillustönginni út í grautinn. Látið malla í 30-35 mínútur og hrærið reglulega í grautnum. |
| 4. | Takið þá af hitanum og kælið. Athugið að grauturinn á að vera alveg kaldur (gott að gera kvöldinu áður). |
| 5. | Takið vanillustöngina úr og hrærið sykur og möndlur saman við grautinn þar til hann er orðinn léttur og loftmikill. |
| 6. | Þeytið rjómann og bætið varlega saman við grautinn með sleif. |
| 7. | Kælið grautinn í að minnsta kosti þrjá tíma áður en hann er borinn fram. |
| 8. | Saltkaramella: Bræðið sykurinn á pönnu við vægan hita. Þegar sykurinn er bráðinn bætið smjöri saman við og hrærið stöðugt þar til hefur blandast saman. Hellið þá rjómanum út í karamelluna og hrærið. Kælið. |
| 9. | Berið grautinn fram með saltkaramellusósunni. |

Leave a Reply