4 sætkartöflur | |
250 ml kókosmjólk | |
60 ml hlynsíróp | |
60 ml kókosmjólk, brædd | |
1 tsk vanilludropar | |
1 tsk kanill | |
1/2 tsk sjávarsalt | |
1/2 tsk múskat | |
Hafra- og hnetukurl: | |
100 g púðursykur | |
65 g pekanhnetur, saxaðar | |
50 g OAT haframjöl | |
40 g OAT haframjöl - fínmalað í matvinnsluvél | |
3-4 msk kókosolía í föstu formi |
Fyrir 10 manns
1. | Stingið í kartöflurnar með gaffli og látið í 200°c heitan ofn í um klukkustund eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið úr ofni og kælið. Skerið í tvennt og skafið innanúr þeim og látið í skál. |
2. | Á meðan blandið pekanhnetum, haframjöli, haframjölshveiti og púðursykri saman í skál. Stappið saman með 3-4 msk af kókosmjólk í föstu formi. |
3. | Stappið sætu kartöflurnar saman og bætið kókosmjólk, hlynsírópi, vanilludropum, kanil, múskati og salti vel saman. |
4. | Látið í ofnfast mót og stráið hnetu og hafrablöndunni yfir allt. Bakið í 180°c heitum ofni í 40 mínútur eða þar til efsta lagið er orðið gyll að lit og kartöflumúsin farin að búbbla. |
Leave a Reply