Innihaldslýsing

3 dl frosið mangó
1 dl frosinn ananas
1/3 þroskaður banani
5 döðlur, ég notaði Rapunzel
Ca 1 lúka möndlur með hýði, ég notaði Rapunzel
1 msk hnetusmjör gróft frá Rapunzel
1 msk möndlusmjör frá Rapunzel
1dl lífræn haframjólk frá Oatly
Oatly vanillu hafrajógúrt eftir smekk
Til að toppa með: Lífrænt múslí að eigin vali, jarðarber, banani, suðusúkkulaði, hnetusmjör og möndlusmjör
Þessi blanda af ávöxtum og öðrum hráefnum í smoothie eða skál er sú allra besta og ég fæ bara ekki leið. Eftir ótrúlega margar tilraunir fann ég út hvernig best er að ná fram bragðinu en ég ákvað að gera hana hérna alveg vegan. Aðeins breytt og bætt en alveg jafn góð, ef ekki betri!...

Leiðbeiningar

1.Setjið í kröftugan blandara eða matvinnsluvél: Frosið mangó, ananas, banana, möndlur, döðlur, hnetusmjör og möndlusmjör ásamt haframjólk og látið vinna vel og lengi, bætið aðeins við haframjólk ef þarf en bara örlítið í einu. Við viljum hafa þetta þykkt.
2.Setjð Oatly vanillujógúrtina í botn á skál, magn eftir smekk. Setjið síðan smoothie blönduna yfir og toppið með því sem ykkur langar en ég mæli með öllu því sem ég taldi upp.

Þessi blanda af ávöxtum og öðrum hráefnum í smoothie eða skál er sú allra besta og ég fæ bara ekki leið. Eftir ótrúlega margar tilraunir fann ég út hvernig best er að ná fram bragðinu en ég ákvað að gera hana hérna alveg vegan. Aðeins breytt og bætt en alveg jafn góð, ef ekki betri!

Það er töluvert lægri kostnaður við að græja svona skál heima og það skemmir ekkert fyrir að börnin mín elska svona skálar. Að fá “ís” svona oft er alveg ótrúlegt!

Auðvitað er hægt að skipta út því sem við setjum á toppinn en mér finnst upprunalega blandan best og held mig því við hana.

Vona að þið njótið jafn vel og við.

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.