Innihaldslýsing

1 1/2 bolli hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt
1 bolli fínir hafrar
1/2 bolli púðursykur
4 meðalstórir vel þroskaðir bananar, stappaðir
1/4 bolli olía
1 stórt egg
1/2 bolli AB mjólk með vanillubragði frá Örnu
Þegar maður á þreytta banana er nærtækast að baka bananabrauð og geri ég mikið af því. Hinsvegar finnst mér líka alveg frábært að gera allskonar múffur og þessar eru að...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman þurrefnum í stórri skál og blautu efnunum í aðra minni.
2.Hitið ofninn í 175°C blástur. Takið muffinsbakka og setjið pappírsform í hann.
3.Gerið kanilmulninginn og setjið til hliðar.
4.Setjið blautu efnin út í þurrefni ásamt stöppuðum bönununum og hrærið bara rétt svo þannig að deigið loði saman og engir hveitikögglar sjást.
5.Skiptið deiginu í formin (ca 3/4 fyllt) og dreifið kanilmulningnum yfir kökurnar. Bakið í 25 mín ca. Getur verið misjafnt eftir ofnum, fylgist bara vel með. Mulningurinn á að vera vel gylltur.
6.Kælið í smástund í bakkanum en færið svo kökurnar á grind til að kæla betur.

Þegar maður á þreytta banana er nærtækast að baka bananabrauð og geri ég mikið af því. Hinsvegar finnst mér líka alveg frábært að gera allskonar múffur og þessar eru að mínu mati þær allra bestu.

Það eru hafrar í kökunum sjálfum en kanilmulningurinn á toppnum er það sem slær allt út. Þessar kláruðust á núlleinni og strax spurt hvenær ég geti gert svona aftur.

Ég nota AB mjólk mikið í bakstur og sér í lagi þar sem afurðin þarf að ná góðri lyftingu. Í þessar nota ég AB mjólkina með vanillubragði frá Örnu og þær verða extra mjúkar og flöffí fyrir vikið. Mér finnst hún passa sérlega vel í bakstur vegna vanillubragðsins. Hef prófað hana í vöfflur og skúffuköku og allt varð einhvernveginn alveg extra gott. Mæli með!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.