Snickerskaka með marengs og saltkaramellusósu
Mar4engs
4 eggjahvítur, við stofuhita
200 g flórsykur
125 g salthnetur
70 g saltkex t.d. ritz kex
Látið kex og salthnetur í matvinnsluvél og malið gróflega á "pulse". Þeytið eggjahvítur og bætið flórsykri saman við. Þeytið áfram í 5-10 mín eða þar til marenginn er orðinn stifur. Bætið kexblöndunni varlega saman við með sleif. Látið í 24cm form með smjörpappir og bakið við 160c í 25 mínútur. Takið út ofni og kælið.
Karamella
200 g mjólkursúkkulaði
30 g flórsykur
200 ml 36% rjómi frá Örnu
125 g smjör
klípa salt
4 msk salthnetur
Setjið öll hráefnin í pott og látið malla við vægan hita í um 10 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni. Látið kólna lítillega og setjið því næst yfir botninn. Látið í kæli í klukkustund.
Toppað með
400 ml 36% rjómi frá Örnu
1-2 msk flórsykur
1/2 tsk vanillusykur
4 msk salthnetur
50 g dökkt súkkulaði, saxað
Takið kökuna úr kæli og úr forminu. Þeytið rjóma, flórsykur og vanillusykur. Skreytið kökuna með rjómanum og stráið salthnetum og súkkulaði yfir. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.
Leave a Reply