Nú erum við stödd í miðjum Ostóber og Hrekkjavakan er á næsta leyti. Sú hefð hefur skapast hjá mörgum að bjóða vinum og fjölskyldu í partý af því tilefni og veitingarnar eru þá hafðar í anda hátíðarinnar. Þessi ostakúla er alveg stórkostleg, hún er einföld og alveg ótrúlega bragðgóð. Nokkrar tegundir af góðum ostum og smá mexíkósk stemning í bragðinu. Með kúlunni bar ég fram nokkrar mismunandi tegundir af kexi og snakki en einnig er gott að hafa með ferska papriku eða agúrkustangir t.d. Þessa verðið þið hreinlega að prófa!
Leave a Reply