Innihaldslýsing

250g rjómaostur frá Gott í matinn
50g Mexíkósk ostablanda Gott í matinn
1/2 græn paprika fínt söxuð, passið að geyma stilkinn
3 vorlaukar fínt saxaðir
100g rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
2-3 tsk taco kryddblanda
1 poki ostasnakk, tegund skiptir ekki máli
Plastfilma
4 gúmmíteygjur
Nú erum við stödd í miðjum Ostóber og Hrekkjavakan er á næsta leyti. Sú hefð hefur skapast hjá mörgum að bjóða vinum og fjölskyldu í partý af því tilefni og veitingarnar eru þá hafðar í anda hátíðarinnar. Þessi ostakúla er alveg stórkostleg, hún er einföld og alveg ótrúlega bragðgóð. Nokkrar tegundir af góðum ostum og...

Leiðbeiningar

1.Saxið paprikuna og vorlaukinn smátt, blandið öllu saman í skál nema ostasnakkinu og hrærið vel saman. Munið að geyma stilkinn af paprikunni!
2.Myljið ostasnakkið fínt í matvinnsluvél.
3.Setjið tvöfalt lag af plastfilmu á borð og stráið helmingnum af ostasnakkinu á plastfilmuna, mótið rjómaostablönduna í kúlu með sleif í skálinni og skafið hana á ostasnakkið. Þjappið snakkinu lauslega yfir alla kúluna og pakkið inn.
4.Setjið teygjurnar yfir kúluna og setjið næstu alltaf þvert á svo að graskersmynstur myndist á kúluna. Setjið í kæli og kælið að minnsta kosti yfir nótt.
5.Takið þá kúluna úr kæli, klippið á teygjurnar og takið kúluna úr plastinu. Setjið hinn helminginn af ostasnakkinu á bretti og þjappið muldu snakkinu jafnt yfir.
6.Snyrtið botninn á stilkinum af paprikunni og setjið í miðjuna á ostakúlunni. Berið fram með allskyns flögum, kexi og grænmeti.

Nú erum við stödd í miðjum Ostóber og Hrekkjavakan er á næsta leyti. Sú hefð hefur skapast hjá mörgum að bjóða vinum og fjölskyldu í partý af því tilefni og veitingarnar eru þá hafðar í anda hátíðarinnar. Þessi ostakúla er alveg stórkostleg, hún er einföld og alveg ótrúlega bragðgóð. Nokkrar tegundir af góðum ostum og smá mexíkósk stemning í bragðinu. Með kúlunni bar ég fram nokkrar mismunandi tegundir af kexi og snakki en einnig er gott að hafa með ferska papriku eða agúrkustangir t.d. Þessa verðið þið hreinlega að prófa!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Gott í matinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.