Sjónvarpskaka hefur verið vinsæl um árabil og á ættir sínar að rekja til Danmerkur, heitir þar reyndar Draumakaka en það er önnur saga. Súkkulaðikökur eru líka sívinsælar og einfaldar að útbúa. Hvað ef við blöndum þessum tveimur kökum saman? Er það ekki eitthvað? Hvað gæti svo sem klikkað? Ekkert ef þið spyrjið mig! Það er fljótlegt að skella í þessa köku, þurfið enga hrærivél eða bíða eftir að kakan kólni svo það sé hægt að smyrja hana kremi. Hreina AB mjólkin frá Örnu er fullkomin í baksturinn og ég nota hana óspart í allskyns bakkelsi. Mæli með því að þið prófið!
Leave a Reply