Innihaldslýsing

1 Banani
1 msk Kakó
1 tsk Vanilludropar
5 Mjúkar döðlur
1 dl Haframjöl
1 dl Kókosmjöl
1 dl Kashjúhnetur
1 dl Möndlur
1 dl Sólblómafræ
1 dl Graskersfræ
1 dl Hampfræ
  Þetta undursamlega múslí er alltaf til hjá mér og ég nota það helst með möndlumjólk eða út á jógúrt. Það er hinsvegar hægt að nota það í allt mögulegt,...

Leiðbeiningar

1.Setjið bökunarpappír á bökunarplötu
2.Stappið Banana
3.Skerið möndlur niður í grófa bita
4.Blandið öllum hráefnum saman í skál
5.Dreyfið úr blöndunni á bökunarplötuna
6.Bakið í 20 mín í ofni á 190°C
7.Geymið í gleríláti

 

Þetta undursamlega múslí er alltaf til hjá mér og ég nota það helst með möndlumjólk eða út á jógúrt. Það er hinsvegar hægt að nota það í allt mögulegt, líkt og út á hafragraut, ofan á pönnukökur eða sem snarl eitt og sér.

Nánast öll hráefnin sem notuð eru í uppskriftinni eru frá Himneskri Hollustu og þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu. Þær vörur fást í Krónunni, Fjarðakaup, Nettó og öðrum minni verslunum. Megin ástæðan fyrir því að ég vel að nota þessar vörur er því það er alltaf hægt að treysta á að þær séu nýjar og ferskar en þegar ég er að baka úr vörum eins og döðlum, apríkósum ofl. finnst mér lykilatriði að þær séu mjúkar og ferskar. Einnig eru þær á hagstæðu verði, í mátulega stórum umbúðum og guðdómlegar á bragðið.

   

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.