Innihaldslýsing

3 dl Saxaðar Döðlur frá Himneskri Hollustu
1 dl Vatn
1/2 tsk Vanilludropar
1 msk Hnetusmjör
1 dl Haframjöl
1/2 dl Kókosmjöl
1 dl Pekanhnetur
2 tsk Turkisk Peber duft
Uppskriftin gerir sirka 15 kúlur

Leiðbeiningar

1.Döðlur og Vatn soðið saman í potti og hrært stöðugt með gaffli og hann notaður til þess að stappa þessu aðeins saman
2.Þegar döðlurnar og vatnið er orðið klísturslegt eins og karamella er það tekið af hellunni
3.Pekanhnetur skornar niður í hæfilega stóra bita
4.Öllu blandað saman ofan í pottinn með döðlunum og vatninu og hrært saman
5.Rúllaðar út kúlur í höndunum - um það bil 15 stk
6.Kúlunum velt upp úr kókosmjöli eða bökunarkakó
7.Best er að geyma kúlurnar í frysti og taka eina og eina út, en þær verða ekki harðar í frysti

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu.
Flest hráefnin sem ég notaði í uppskriftina eru frá Himneskri Hollustu en döðlurnar frá þeim eru þær bestu sem ég hef fundið til að nota í hráfæðisbakstur því þær eru svo ferskar og mjúkar og því auðvelt að mauka þær.

– Íris Blöndahl

                     

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.