Innihaldslýsing

Bleikjuflök 1,5 kg
Ólífu olía
Salt
Pipar
Marokkósk Paprika ,,heit'' frá Kryddhúsinu
Marokkóskt fiskikrydd frá Kryddhúsinu
Sítrónupipar
  Það er fátt meira sem öskrar sumar eins og grill lykt í lofti og litríkur og bragðgóður matur á teinunum. Þessi bleikja er ekki að fara svíkja nokkra sálu! Einföld í undirbúningi og bragð sem umvefur hvern einasta bragðlauk. Það góða við það að kaupa fersk hráefni sem ekkert er búið að gera við...

Leiðbeiningar

1.Pensla flökin með ólífu olíu
2.krydda vel og leyfa þeim að stand í amk. klukkustund fyrir eldun
3.Undirbúa meðlæti
4.Kveikja á grillinu og leyfa því að ná um 200 - 250 gráðum Celsius
5.Leggja flökin í álbakka (roðið niður) og leyfa þeim að vera 7 mínútur á sömu hlið

 

Það er fátt meira sem öskrar sumar eins og grill lykt í lofti og litríkur og bragðgóður matur á teinunum. Þessi bleikja er ekki að fara svíkja nokkra sálu! Einföld í undirbúningi og bragð sem umvefur hvern einasta bragðlauk. Það góða við það að kaupa fersk hráefni sem ekkert er búið að gera við er að þú sem kokkurinn á heimilinu getur tekið allan heiðurinn og á sama tíma getur lítið farið úrskeiðis ef þú notar góð krydd og olíu.

Hugmyndir að meðlæti :

– Steiktar kartöflur með rósmarín og hvítlauk
– Grillað grænmeti
– Salat
– Grillaður maís
– Grillaður aspas með olíu salt og pipar

Þið getið séð aðferðina í ,,Highlights“ á Instagram undir @Matarmenn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.