Innihaldslýsing

1 poki úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
200 gr Sýrður Rjómi
1 Hvítlauksrif
1 Paprika
1/2 Mangó
1 Grænt Epli
1/2 Kálhaus Lambhagasalat
1 Avocado
1/2 Lime
2 Kúfaðar matskeiðar Tandoori spice marinade frá Pataks
1 Rauðlaukur
1 dl Hvítvínsedik
1 msk Sykur
Kashjúhnetur
Ferskt Kóríander
8 Tortilla kökur
Þessi uppskrift er fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Byrjið á að skera rauðlauk í renninga og hellið sjóðandi vatni yfir. Eftir 1 mínútu er vatnið sigtað frá.
2.Blandið sykri og ediki saman í glerílát og setjið laukinn þar ofaní og geymið inni í kæli þar til restin af uppskriftinni er gerð
3.Hvítlauksrif er saxað eða rifið og sett útí sýrða rjómann
4.Skerið avocado niður í teninga og kreistið lime yfir
5.Mango, Paprika, Kóríander, Kál, Epli og kashjúhnetur skorið niður og sett í skálar eða á bakka
6.Öll niðurskorin hráefni, ásamt sýrða rjómanum, eru borin fram á borðið þannig að hver og einn geti raðað því sem honum langar í inn í sína pönnuköku
7.Kjúklingabitarnir steiktir á pönnu ásamt Tandoori marineringunni þar til stökkt og tilbúið
8.Pönnukökur hitaðar í ofni í 2 mínútur á 180 gráður

Þetta er minn “go-to” réttur alla daga alltaf. Þessi réttur er svo frábær þegar maður er að fá fólk í mat því hann er bæði einfaldur en samt svo flottur.

Ég sker alltaf niður allt það álegg sem er nefnt hér að ofan og raða því snyrtilega í skálar eða á bakka. Tortilla kökurnar eru svo bornar fram heitar og hver og einn getur raðað því sem honum langar í á sína pönnuköku.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Rose Poultry, en ástæðan fyrir því að ég nota alltaf úrbeinuðu kjúklingalærin frá þeim er sú að kjötið inniheldur 6 grömm af fitu í hverjum 100gr og verður því svo ótrúlega mjúkt, safaríkt og bragðgott við eldun. Vörurnar frá þeim eru með skráargatinu sem þýðir að þær eru næringarlega séð betur samsettar en aðrar vörur í sama flokki og því reyni ég ávalt að velja þær vörur.

Tandoori sósan er must, en hún er svo bragðmikil og gerir því mikið fyrir réttinn.

            

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.