Innihaldslýsing

1 kg kjúklingaleggir eða um 8 vænir leggir
2 pokar Teriyaki wok sósa frá Blue dragon
1 msk rifið engifer
1 stórt hvítlauksrif marið
1 msk lime safi ferskur
ristuð sesamfræ eftir smekk
saxaður vorlaukur ef vill
Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer...

Leiðbeiningar

1.Takið fram stóran rennilásapoka og setjið kjúklinginn í hann. Hrærið saman 1 poka af sósunni og rest af innihaldsefnum fyrir utan sesamfræ og hrærið saman.
2.Hellið yfir leggina, lokið pokanum og veltið fram og til baka svo marineringin dreifist jafnt. Látið marinerast í ísskáp í 1 klst ca.
3.Setjið leggina í ofnfast mót sem penslað hefur verið með olíu. Hitið ofninn í 200°C. Setjið leggina inn í ofninn.
4.Setjið seinni pokann af sósu í skál og penslið leggina af og til á meðan þeir bakast, heildar steikingartími er um 40 mín eða þar til þeir eru gegnumsteiktir. Gæti verið misjafnt eftir ofnum.

Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer í að marinera sem við getum nýtt í eitthvað skemmtilegt.

Lykilhráefnið er alveg dásamleg Teriyaki wok sósa frá Blue dragon en ég nota hana hér sem marineringu og pensla svo leggina með henni. Leggirnir þurfa ekkert að marinerast í 1 klst en ég mæli með því samt. Einnig er allt í góðu ef tíminn teygist eitthvað.

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Innnes ehf. umboðsaðila Blue dragon

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.