Innihaldslýsing

2 naan brauð með hvítlauk og kóríander frá Pataks
1 dós kjúklingabaunir
1 dl Pataks tandoori paste
2 msk hrein jógúrt
200g hreinn rifinn mozzarellaostur
1/2 sæt kartafla skorin í teninga
Paprika í bitum
Kirsuberjatómatar eftir smekk
Ferskt kóríander
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef...

Leiðbeiningar

1.Skolið kjúklingabaunirnar og þerrið aðeins, setjið þær í skál og blandið tandoori mauki og hreinni jógúrt saman við. Látið bíða.
2.Skerið sætu kartöfluna í litla teninga og penslið með smá olíu. Bakið þar til teningarnir eru gegnumsteiktir.
3.Setjið naan brauðið á bökunarplötu og stráið osti yfir.
4.Dreifið baununum ásamt smá marineringu, bökuðum sætum kartöfluteningum og papriku yfir og bakið í ofni við 200°C þar til gyllt að lit.
5.Dreifið kirsuberjatómötum og kóríander yfir og berið fram með hvítlaukssósunni

Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn.

Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti, tandoori marineruðum kjúklingabaunum, grillaðri sætri kartöflu, papriku, kirsuberjatómötum, kóríander og hvítlauks jógúrt sósu. Virkilega bragðgott og fljótlegt.

 

Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Innnes ehf. umboðsaðila Pataks á Íslandi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.