Muniði eftir rauðu og svörtu sleikjónum sem fengust í gamla daga? Hindberja og lakkrísbragð. Annað hvort elskaði fólk þá eða hataði. Ég vil þó meina að það hafi verið töluvert fleiri í hópnum sem elskuðu þessa bragð samsetningu. Þessi dásemdar eftirréttur er óður til þeirrar tvennu.
Þetta er alls ekki flókinn eftirréttur, bara spurning um að gefa sér smá tíma og það er alls engin ástæða til þess að hræðast matarlímið. Ótrúlega einfalt í notkun.
Ég nota hér nýja uppáhalds kexið mitt en það er lífrænt danskt lakkrískex. Og það er bara eins gott og það hljómar. Gæti alveg stútað heilum pakka ein. Framleiðandinn heitir Mols Organic og framleiðir alveg sérstaklega góð kex og engifer kexið þeirra er líka alveg tryllt gott. Það er örugglega fullkomið í svona eftirrétti sem og bara borða það eitt og sér með góðu kaffi.
Leave a Reply