Innihaldslýsing

1 pakki Lakkrís smákökur frá Mols Organic
170g frosin hindber
60ml vatn
250ml rjómi
70g hrásykur
2 matarlímsblöð (3 ef þið viljið músina extra stífa)
Dracula lakkrísduft, má sleppa
Fersk hindber til skrauts
Lakkrís kökuskraut
Muniði eftir rauðu og svörtu sleikjónum sem fengust í gamla daga? Hindberja og lakkrísbragð. Annað hvort elskaði fólk þá eða hataði. Ég vil þó meina að það hafi verið töluvert fleiri í hópnum sem elskuðu þessa bragð samsetningu. Þessi dásemdar eftirréttur er óður til þeirrar tvennu. Þetta er alls ekki flókinn eftirréttur, bara spurning um...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn
2.Setjið frosnu berin í pott ásamt sykri og vatni og sjóðið við vægan hita þar til berin hafa leysts upp
3.Setjið þá berjablönduna í blandara og maukið vel, sigtið fræin frá ef þið viljið en það er ekki nauðsynlegt. Setjið berjablönduna aftur í pottinn, kreistið vatnið úr matarlíminu og setjið út í blönduna. Hitið að suðu og takið af hitanum. Leyfið að ná stofuhita.
4.Stífþeytið 250ml af rjóma en takið smá af honum fyrir skreytingu
5.Hrærið berjablöndunni saman við rjómann
6.Setjið kexið í rennilásapoka og myljið vel.
7.Byrjið á því að setja kex í glös og raðið til skiptis hindberjamús og muldu kexinu. Ef þið viljið getið þið sett smá lakkrísduft á milli laganna, passið bara að setja ekki of mikið. Setijð í kæli í amk 30 mín.
8.Skreytið með þeyttum rjóma, kökuskrauti, kexmylsnu og ferskum berjum.

Muniði eftir rauðu og svörtu sleikjónum sem fengust í gamla daga? Hindberja og lakkrísbragð. Annað hvort elskaði fólk þá eða hataði. Ég vil þó meina að það hafi verið töluvert fleiri í hópnum sem elskuðu þessa bragð samsetningu. Þessi dásemdar eftirréttur er óður til þeirrar tvennu.

Þetta er alls ekki flókinn eftirréttur, bara spurning um að gefa sér smá tíma og það er alls engin ástæða til þess að hræðast matarlímið. Ótrúlega einfalt í notkun.

Ég nota hér nýja uppáhalds kexið mitt en það er lífrænt danskt lakkrískex. Og það er bara eins gott og það hljómar. Gæti alveg stútað heilum pakka ein. Framleiðandinn heitir Mols Organic og framleiðir alveg sérstaklega góð kex og engifer kexið þeirra er líka alveg tryllt gott. Það er örugglega fullkomið í svona eftirrétti sem og bara borða það eitt og sér með góðu kaffi.

Lakrids Cookies 150g

Þessi færsla ásamt myndum er unnin af Völlu í samstarfi við Innnes ehf. innflutningsaðila Mols Organic.

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.