Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar fyllingar: Bounty fyllingu, berjabombu og eina klassíska með súkkulaði og dökku nóa kroppi.
Ég nota hérna nýja Oatly hafrarjómann en hann er hægt að þeyta. Hann heldur sér mjög vel og er að mínu mati allra besti þeytanlegi vegan rjóminn sem hægt er að fá í dag. Það er líka gott að blanda því sem hugurinn girnist saman við rjómann.
Leave a Reply