Innihaldslýsing

350g hveiti - ég nota bláa Kornax
2 tsk þurrger
3/4 tsk salt
50g sykur
1 tsk malaðar kardimommur
1 tsk kardimommudropar
2 dl volgt vatn
1/2 dl jurtaolía
Hlynsíróp til þess að pensla bollurnar
1 ferna Oatly imat visp
Sulta, flórsykur, vegan kókos smurálegg frá Rapunzel, súkkulaði glassúr, frostþurrkuð jarðarber
Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman þurrefnum í hrærivélaskál og festið krókinn á.
2.Setjið volgt vatn, kardimommudropa og olíu saman við og látið vélina vinna deigið í amk 5 mín.
3.Látið deigið hefast í skálinni í 40 mín.
4.Mótið bollur sem eru 55-60g að þyngd. Raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 45°C og úðið vatni úr úðabrúsa yfir bollurnar og ofninn að innan. Hefið í ofninum í 30 mín.
5.Takið bollurnar út og hitið upp í 220°C. Setjið smá hlynsíróp í skál og penslið bollurnar.
6.Bakið bollurnar í 12-15 mín. Eru tilbúnar þegar þær eru orðnar fallega gylltar.
7.Kælið bollurnar á grind. Á meðan bollurnar kólna er hægt að útbúa það sem fer í þær.
8.Ég hef bæðið prófað að þeyta rjómann og setja hann í rjómasprautu og hvorutveggja kemur vel út.
9.Í þetta sinn prófaði ég að bæta 1 tsk af vanilludropum og 1 tsk af flórsykri saman við rjómann áður en ég þeytti hann og það kom mjög vel út og passar vel með bollunum.

Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar fyllingar: Bounty fyllingu, berjabombu og eina klassíska með súkkulaði og dökku nóa kroppi.

Ég nota hérna nýja Oatly hafrarjómann en hann er hægt að þeyta. Hann heldur sér mjög vel og er að mínu mati allra besti þeytanlegi vegan rjóminn sem hægt er að fá í dag. Það er líka gott að blanda því sem hugurinn girnist saman við rjómann.

 

 

Image result for oatly imat visp

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.