Marques de Casa Concha Chardonnay Mamma gella varð rétt rúmlega fertug um daginn (49) og ákvað heldur betur að bjóða í veislu með öllu tilheyrandi heima í Sunny-Kef. Ég ákvað að mæta með tvö vín, eitt rautt og eitt hvítt og athuga hvort annað þeirra myndi nú ekki slá í gegn. Hvítvínið gerði það heldur...
Tag: <span>jól</span>
Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði
Ein af fjölskylduhefðum okkar á aðfangadag snerist í kringum þennan skemmtilega eftirrétt. Grauturinn var settur í skálar og í eina skálina var látin heil mandla. Svo kom annar aðili en sá sem lét möndluna i skálina og lét á borð þannig að enginn vissi hvar mandlan væri falin. Svo gæddum við okkur á ljúffenga grautnum...
Andabringur í appelsínusósu
Andabringur eru að mínu mati hinn besti hátíðarmatur. Reyndar eru andabringur eitthvað sem er svo sannarlega hægt að bjóða uppá allan ársins hring og til dæmið mikið notaðar í asískri matargerð og þá ekki eingöngu til hátíðarbrigða. Hér er uppskrift að andabringum sem henta bæði sem hátíðarmatur eða einfaldlega þegar ykkur langar í eitthvað gúrm....
Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt...
Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu
Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín. Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið! Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum...
Besta laufabrauðið hennar Bjarnveigar
Mikið sem ég hef saknað þess að fá til okkar gestabloggara – það er svo gaman að fá uppskriftir frá lesendum. Verið ófeimin að senda mér línu ef þið lumið á einhverju dásamlegu. Ég hef svo gaman af því að skoða matarblogg, eins og gefur að skilja og dáist að því hvað margir eru duglegir...
Tyrkisk Peber Panna cotta
Einn af uppáhalds eftirréttum fjölskyldunnar er Panna Cotta en sá réttur er mitt í milli þess að vera ís og búðingur og er mjög einfaldur í gerð. Kosturinn við hann er að hann má gera nokkrum dögum áður en hans er notið. Áður hef ég birt uppskrift af Panna Cotta með hindberjasósu en hér er...
Ískaka með Baileys makkarónukurli
Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð...
Jólapavlova
Að þessu sinni er gestabloggarinn okkar matgæðingurinn og bakstursnillingurinn hún Anna Rut Ingvadóttir en hún er þekkt fyrir að vera sérstaklega sniðug í eldhúsinu og ekki síst þegar kemur að girnilegum kökum. Anna Rut býr yfir mikilli reynslu enda var hún heimilifræðikennari í Ártúnsskóla en er nú í mastersnámi í mannauðsstjórnun. Hún gefur okkur hér...