Hátíðarvín GRGS 2019! Það er komið að þessu, dagurinn sem öll börn nær og fjær bíða eftir á ári hverju og svo sannarlega uppáhalds dagurinn minn. Hátíðarvínlisti GRGS 2019 er kominn út! Allt frá víni með forréttinum á aðfangadag að freyðivíninu á gamlárskvöld finnur þú hér að neðan í hverjum dálki fyrir sig. Treystið mér,...
Tag: <span>jólin</span>
Tyrkisk Peber Panna cotta
Einn af uppáhalds eftirréttum fjölskyldunnar er Panna Cotta en sá réttur er mitt í milli þess að vera ís og búðingur og er mjög einfaldur í gerð. Kosturinn við hann er að hann má gera nokkrum dögum áður en hans er notið. Áður hef ég birt uppskrift af Panna Cotta með hindberjasósu en hér er...
Hátíðlegur límónufrómas
Hjá mörgum er ómissandi hlutur að bjóða upp á frómas í eftirrétt á jólunum eða öðrum tyllidögum. Hér er uppskrift af einum dásamlegum límónufrómas sem er sérstaklega einfalt er að gera. Þeyttur rjómi setur hér punktinn yfir i-ið. Hátíðlegur límónufrómas 5 matarlímblöð 4 eggjarauður, gerilsneyddar 4 eggjahvítur, gerilsneyddar 120 g sykur 1 vanillustöng 3...
Glútenfrí jól og uppáhalds snjókúlurnar
Glútenfrí Jól er skemmtileg viðbót við uppskriftabækur sem koma út núna fyrir jólin en hér er á ferðinni bók sem gefin er út af þeim hæfileikaríku stöllum Þórunni Evu og Ástu Þóris og inniheldur dásamlega jólalegar og glútenfríar uppskriftir. Glútenfrí jól inniheldur margar girnilegar uppskriftir Uppskriftarbókin er með jákvæðum boðskap úr smiðju Játs og inniheldur einnig fallegt...
Kryddbrauð
Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna. Kryddbrauð 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 3 dl mjólk 1/2 tsk...
Ris ala mande terta
Nú ætla ég að bjóða ykkur upp á Ris ala mande köku sem ætti að slá í gegn hjá þeim sem halda upp á jólagrautinn. Hér mætast þessi dásamlega kaka og grauturinn góði og úr verður hinn besti eftirréttur toppaður með kirsuberjasósu. Snilldin við þetta er svo að þið getið slegið tvær flugur í einu höggi...
Hindberja tiramisu
Hugmyndir að einföldum eftirréttum sem slá í gegn eru ávallt kærkomnar og því ekki úr vegi að birta þessa uppskrift af hindberja tíramísu. Þessi eftirréttur hefur það allt, hann er einfaldur, fallegur, ferskur og hátíðlegur eftirréttur sem sómar sér vel á veisluborðið og vekur mikla lukku hjá þeim sem hann bragða. Hindberja tíamísú 6 eggjarauður...
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
Jólaleg kanilskúffukaka með kaffikremi
Mig fer alltaf að langa í þessa dásamlegu kanilskúffuköku þegar jólin nálgast enda hefur þessi kaka verið kölluð jólaskúffukaka á mínu heimili. Uppskriftin er bæði fljótleg og sáraeinföld og passar ótrúlega vel að skella í eina svona til að gæða sér á í jólastússinu. Eftir að ég greindist með eggjaofnæmi hefur þessi uppskrift komist í...
Humarsalat með cous cous og graskersfræjum
Ahhh hvað aðventan er tími til að njóta lífsins í mat og drykk í góðum félagsskap. Góður matur þarf hvorki að vera óhollur né fitandi, þó það sé i góðu lagi einstaka sinnum líka, en að mínu mati er langbest ef að maturinn er litríkur og gefur manni góða næringu. Þetta salat er það sem...
Smákökurnar sem þú verður að baka áður en þú deyrð
Allra bestu smákökur sem ég og börnin mín hafa bakað. Fékk þær hjá góðri vinkonu fyrir löngu síðan og hélt ég yrði ekki eldri, svo góðar voru þær. En í dag var komið að því að skella í þessa dásemd og ekki ollu þær vonbrigðum. Hægt er að leika sér með uppskriftina með því að...
Hátíðleg humarsúpa
Það er eitthvað svo notalegt við það að gæða sér á humarsúpu, borna fram með nýbökuðu brauði og vel kældu hvítvíni og fyrir mér er þessi þrenna uppskrift að kvöldi sem getur hreinlega ekki klikkað. Oft er fólk í vandræðum með að finna sína uppáhalds uppskrift að humarsúpu, en hér kemur ein sem hefur reynst...
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...
Daim og karmellu smákökur
Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni. Daim og karmellusmákökur 230 g mjúkt smjör 170 g sykur 150 g púðursykur 2 egg 2 dl karamellusósa 200 g Daim-kúlur 100 g haframjöl 1 msk matarsódi 220 g hveiti 2 tsk vanilludropar Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman....
Sörur Sörusystra
Það er fátt betra og jólalegra en dásamlega bragðgóðar og fallegar Sörur. Þeir sem hafa gert Sörur hafa hinsvegar eflaust lent í því að þær takast ekki sem skyldi þannig að í stað þess að eiga ánægjulega baksturstund, jafnvel í góðum félagsskap, að þá breytist þetta í streituvaldandi viðburð og mögulega Sörur sem varla eru...
Marengstoppar með Nutella
Nutella aðdáendur athugið!!!!! Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól! Marengstoppar með Nutella 3 eggjahvítur,...
Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Síðustu vikur hef ég haft í nógu að snúast og óhætt að segja að allir dagar hafi snúist um mat. Ég vaknaði, eldaði, smakkaði, tók myndir og smakkaði svo aðeins meira og leiddist það sko ekki. Afraksturinn er þessi matreiðslu bók mín GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Með Fljótlegum réttum fyrir sælkera tekur...
Allra bestu smákökurnar?
Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom...
- 1
- 2