Hér er á ferðinni dásamlegur hráfæði eftirréttur sem vekur lukku og kátínu þess sem hann bragða enda er hann ekki einungis ótrúlega bragðgóður heldur líka svo fallegur og ekki skemmir það fyrir. Hann tekur stuttan tíma í gerð, en þið gætuð kannski staldrað við kókossmjörið. Ekki veit ég hvort það fáist í heilsubúðum á Íslandi...
Tag: <span>kaka</span>
Zucchini súkkulaðikaka
Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku. Zucchini súkkulaðikaka 120 ml kókosolía 175 g dökkir súkkulaðidropar 128 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk lyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 egg 1 bolli zucchini, rifið og þerrað 110 g pálmasykur eða púðursykur 1 tsk vanilludropar...
Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu
Púðusykursmarengsinn klassíski kemur hér í sparibúningi með ljúfri og góðri karmellusósu. Saman er þessi blanda ósigrandi! Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu Marengsbotnar 4 eggjahvítur 2 dl púðusykur 1 dl sykur 50 g rice krispies Ljúf karmellusósa 50 g smjör 1 dl rjómi 1 poki (250 g) rjómakarmellur, ég notaði frá Freyju 1 peli...
Sykurlausa útgáfan af klístruðum karmellubúðingi
Ég hef verið að prufa mig áfram með náttúrulegu sætuna frá Via health og hefur hún komið mér skemmtilega á óvart. Strásætan inniheldur Erytritol og stevíuduft og er jafn sætt og sykur en inniheldur engar hitaeiningar. Einn af mínum uppáhalds eftirréttum er klístraður karmellubúðingur en hann er ótrúlega einfalt að gera og vekur ávallt lukku. Vanalega...
Rababara- og jarðaberjakaka
Rababara og jarðaberjakaka Mylsna yfir köku 120 g smjör 150 g ljós púðusykur 1/4 tsk salt 160 g hveiti Kakan 300 g rababari, skorinn í litla bita 300 g jarðaber, skorin í sneiðar 2 msk ljós púðusykur 190 g hveiti (ath. hveitið deilist niður) 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 85 g...
Afmæliskakan
Þessa köku baka ég fyrir öll afmæli og alltaf vekur hún jafn mikla lukku enda mjúk og góð með dásamlegu súkkulaðikremi. Uppskriftina rakst ég á sínum tíma á síðunni hennar Sirrýjar lifa og njóta en þar má finna ógrinni af öðrum girnilegum uppskriftum. Ef þið eruð enn í leit að hinni fullkomnu afmælisköku mæli ég svo...
Mars twix ostakaka með karmellusósu
Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún...
Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu
Við þurfum ekki að hafa mörg orð um þessa dásemd. Silkimjúk eplakaka nýkomin úr ofninum og borin fram með heitri vanillusósu….Ójá – þetta gerist ekki mikið betra! Eplakaka með heitri vanillusósu 120 g smjör, mjúkt 200 g sykur 2 egg 2 tsk vanilludropar 250 g hveiti 2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 tsk...
Súkkulaðikaka á einni mínútu
Suma daga þarf ég að fá súkkulaði ekki seinna en núna! Löngunin hellist skyndilega yfir mig og ég geri dauðaleit af bökunarsúkkulaðinu sem stundum er til. Reyni að fá mér rúsínur til að róa sykurpúkann, en hann lætur ekki blekkjast. Í tilfellum sem þessum kemur þessi uppskrift eins og himnasending. Hér fær fljótlegt nýja merkingu...
Marengskaka með ávaxtarjóma og karmellusúkkulaðikremi
Það er fátt sem heillar jafn mikið á góðum degi þegar gera á vel við sig og marengsterta. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér enda dásamlega bragðgóð. Botninn með púðursykri og Rice krispies með jarðaberjarjóma og kreizí góðu súkkulaðikarmellukremi. Kaka sem er bæði mjúk og stökk í senn og fær viðstadda til að stynja....
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu
Þetta er uppáhalds kakan mín í öllum heiminum…geiminum og hún vann ekki bara hjarta mitt heldur hjörtu allra sem hana smakka…meira að segja sonar míns sem segist ekki borða nnnetur ;). Hér er á ferðinni frábær útgáfa af franskri súkkulaðiköku með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu. Svo ótrúlega einföld að þið finnið vart einfaldari köku og...
Veitingastaðurinn Gló og himnesk Pekanpæja
Ég hef alltaf jafn gaman að því að borða mat sem er litríkur, hollur og bragðgóður og skal því engan undra að þegar ég borða úti verður veitingastaðurinn Gló oft fyrir valinu. Þangað fer ég Í góðum félagsskap og gæði mér á girnilegum réttum dagsins og ávallt er staðurinn þéttsetinn. Á Gló er fjölbreytnin mikil...
Súkkulaði Baileys bomba
Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð. Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu...
Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi
Hvort sem um er að ræða köku með kaffinu eða í veisluna að þá standa marengstertur standa ávallt fyrir sínu. Þegar þú sameinar svo marengs með rjóma og malteserssúkkulaði að þá ertu komin með þennan sigurvegara sem vekur lukku hvert sem hún fer. Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi Marengs 300 g flórsykur 150 g Maltesers 5...
Karmelluostakaka með oreobotni
Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi. Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu....
Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Síðustu vikur hef ég haft í nógu að snúast og óhætt að segja að allir dagar hafi snúist um mat. Ég vaknaði, eldaði, smakkaði, tók myndir og smakkaði svo aðeins meira og leiddist það sko ekki. Afraksturinn er þessi matreiðslu bók mín GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Með Fljótlegum réttum fyrir sælkera tekur...
Pekanhnetu góðgæti
Það er eitthvað við þennan árstíma sem fær mig til að langa að nota pekanhnetur í alla eldamennsku og bakstur. Ætli ég sé ekki undir Bandarískum áhrifum þar enda þakkagjörðahátíðin ekki langt undan og pekanhnetur mikið notaðar í kringum þann mat hvort sem það er í fyllingu, í sósur eða kökurnar. Aldrei skulu þessir ofurljúfu pekanhnetubitar...