Haustin er tími rótargrænmetis og þá streymir það í búðirnar nýtt og ferskt í öllum regnbogans litum. Það er gaman að elda úr rótargrænmeti og fjöldinn allur af uppskriftum í boði en að þessu sinni ætla ég að koma með skothelda uppskrift af ítölskum sinnepskjúklingi með rótargrænmeti. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð, fljótlegur og alveg...
Tag: <span>kjúklingur</span>
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum....
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Sólskinskjúklingur
Það eru réttir eins og þessir sem veita mér mesta ánægju í eldamennskunni. Réttir sem eru svona fallegir á litinn, gaman að meðhöndla og lykta eins og sumarið. Þessi gómsæti kjúklingaréttur er sumarið! Hann er súperhollur, það tekur enga stund að útbúa hann og hann rennur sérstaklega ljúflega niður með kældu hvítvíni. Gleðilegt sumar..aftur! Sólskinskjúklingur ...
Kjúklinga kebab með líbönskum hrísgrjónum
Ummm þessi réttur er snilldin ein og þvílík veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftin er ofureinföld þó hráefnin séu í meira lagi að þessu sinni, en látið það ekki fæla ykkur frá. Ég vann mér í haginn og útbjó þennan rétt kvöldinu áður en ég eldaði hann og lét hann marinerast í sólahring. Útkoman var stórkostleg! Hrísgrjónin...
Kjúklingur í basil rjómasósu
Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur. Kjúklingur í basil rjómasósu 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í...
Mozzarella og kúrbíts pönnukjúklingur
Fátt betra en góðir kjúklingaréttir og þetta er klárlega einn af þeim. Hann inniheldur kúrbít sem passar hreint út sagt fullkomlega með ítölskum réttum eins og þessum. Ferskur, hollur og einfaldur og mallar á pönnunni meðan þið nýtið tímann í eitthvað allt annað. Berið fram með góðu pasta og njótið þessarar góðu máltíðar. Mozzarella og...
Kínverskur kjúklingur með kasjúhnetum 腰果鸡丁
Það eru takmörk fyrir því hversu mörg lýsingarorð hægt er að nota þegar fjallað er um mat og hvað þá góðan mat. Ég held ég hafi nokkurn veginn klárað orð eins og dásamlegt, himneskt, snilld, fullkomnun, ólýsanlegt, ómótstæðilegt, fullkomið og mörg, mörg fleiri. Líklega koma þau þó aftur, en vonandi í aðeins minna mæli. Þannig...
Coq au Riesling
Þessi réttur hefur fylgt mér lengi og hann hef ég oft eldað þegar gesti ber að garði. Hann er einfaldur og dásamlega bragðgóður. Uppskriftin er upprunarlega með beikoni, en ég nota hinsvegar yfirleitt parmaskinku í staðinn og það bragðast frábærlega. Nú nálgast helgin og um að gera að slá í gegn hjá heimilisfólkinu og elda...
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar...
Kjúklingapíta með rósapipar
Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt Pítur eru einfaldur matur og getur auðveldlega verið holl og góð næring. Þær henta frábærlega í miðri viku þegar maður er oftar en ekki í tímaþröng. Þessi píta er hinsvegar ekki hefðbundin, heldur er hún létt og frískandi og alveg dásamleg á bragðið. Ef þið eigið...
Tikka kjúklingur
Tikka masala hentar frábærlega þegar fjölskyldan vill hafa það huggulegt og gera vel við sig í mat, enda er rétturinn mildur og hentar því öllum vel. Á Indlandi er misjafnt er eftir svæðum hvernig réttirnir eru eldaðir. Réttir frá norðurhluta landsins byggjast mikið á sósum á meðan suður indverjar bera yfirleitt sína rétti fram án...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Thailenskar eggjanúðlur með basil & nautakjöti
Eggjanúðlur með nautakjöti og fullt af grænmeti Thailenskar eggjanúðlur með nautakjöti og basil Þessi réttur er léttur en saðsamur. Nautakjötið er kærkomin hvíld frá kjúklingnum, en að sjálfsögðu má skipta nautakjötinu út fyrir kjúklingi eða lambakjöti. Tilvalið er að nota í þennan rétt það grænmeti sem til er í ísskápinum, því meira grænmeti því betra....
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...