Gleðilegan Eurovision dag kæru Íslendingar. Það er alltaf gaman hóa í góðan hóp að fólki og gæða sér á góðum mat sama hvert tilefnið er og ég vona að þið eigið skemmtilegt kvöld í vændum. Læt fylgja með uppskrift að svaðalegum grillborgurum með mexico og piparosti sem bráðna í munni. NAMM! Geggjaðir grillborgarar 600...
Tag: <span>ostur</span>
Geggjuð ostaídýfa
Hér kemur uppskrift að geggjaðri ostaídýfu sem ég er spennt að deila með ykkur. Ídýfan er fullkomin með flögum á kózýkvöldum, í partýið, með mexíkóskum mat og í raun bara hvenær sem er. Ofureinföld í gerð og alveg tryllt góð! “Guilty pleasures” eins og þær gerast bestar Geggjuð ostaídýfa 25 g smjör 1/2 chili,...
Vegan osturinn sem slær í gegn!
Hver hefði trúað að hægt væri að búa til gómsætan ost úr gulrótum og kartöflum…..ég var a.m.k. skeptísk í fyrstu en eftir að hafa prófað varð ekki aftur snúið og núna er þetta uppáhalds vegan osturinn hjá minni fjölskyldu. Þessi ostur minnir skuggalega mikið á gulu nacho ostasósuna sem maður fær í bíó og er...
Fyllt lambafillet með með myntu, döðlum og mozzarellaosti
Uppskriftin af þessum fylltu lambafillet birtist í Árbæjarblaðinu fyrr í vor en í því blaði má oft finna ansi girnilegar uppskriftir frá matgæðingum búsetta í Árbænum. Það voru þau Halldór Már Sæmundsson og Hrund Pálmadóttir sem gáfu lesendum þessa uppskrift sem ég mátti til með að prufa og óhætt að segja að rétturinn hafi slegið í...
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Epla- og ostafylltar kjúklingabringur
Í nýjsta tölublaði Nýs lífs má finna nokkrar góðar og girnilegar uppskriftir frá GulurRauðurGrænn&salt og meðal annars þennan skemmtilega rétt að fylltum kjúklingabringum með eplum- og osti sem þið verðið hreinlega að prufa. Epla- og ostafylltar kjúklingabringur Fyrir 4-5 4 – 5 kjúklingabringur salt og pipar 2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Ofnbakaður brie með mango chutney
Þessi ómótstæðilega bragðgóði, einfaldi og fljótlegi réttur slær alltaf í gegn. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða eftirréttur á góðu kvöldi og er svo gaman hvað hann tekur stuttan tíma í undirbúningi. Bráðinn ostur með hnetum, kexi, rifsberjasultu ásamt góðu glasi af rauðvíni..þarf ég að segja eitthvað fleira? Ofnbakaður brie með mangó chutney 1 stk brie...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...
Sæt með fyllingu
Mér þykir fátt skemmtilegra en að prufa að elda eitthvað nýtt og einstaklega skemmtilegt þegar vel tekst til. Þessi sæta kartafla er það sem ég kalla matur fyrir sálina og þannig matur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fallegir litir sem mætast, góð næring og jafnframt svo ólýsanlega bragðgott. Hér er hægt að leika sér...