Jæja þá er ferming afstaðin og mikið sem hún heppnaðist vel og dagurinn fallegur og gleðilegur. Ég mun koma með fermingarfærslu bráðlega þar sem ég fer yfir atriði sem gott er að hafa í huga við fermingarundirbúninginn en fyrst smá hvíld. Ég birti mynd á instagram af geggjaðri rjómaostaídýfu með mangó chutney og salthnetum sem...
Tag: <span>rjómaostur</span>
Tryllt nachos ídýfa
Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel! Heit nachos ídýfa 400 g Philadelphia naturell rjómaostur...
Geggjaðir grillborgarar með mexico- og piparosti
Gleðilegan Eurovision dag kæru Íslendingar. Það er alltaf gaman hóa í góðan hóp að fólki og gæða sér á góðum mat sama hvert tilefnið er og ég vona að þið eigið skemmtilegt kvöld í vændum. Læt fylgja með uppskrift að svaðalegum grillborgurum með mexico og piparosti sem bráðna í munni. NAMM! Geggjaðir grillborgarar 600...
Ljómandi lasagna með rjómaostasósu
Gott lasagna er einn besti matur sem við fjölskyldan fáum og eitthvað sem allir elska. Nýlega gerði ég ofureinfalt lasagna sem er jafnframt eitt það besta sem ég hef gert. Ég hef áður lofað vörulínuna frá RANA sem bíður upp á ferskt pasta. Með því að nota lasagnaplöturnar frá RANA styttist eldunartíminn til muna og...
Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka
Fyrir okkur sem elskum Oreokexkökur, hnetusmjör og rjóma og allt sem tekur enga stund að gera að þá er þetta rétta kakan fyrir ykkur. Himnesk, einföld og unaðslega góð Oreo ostakaka með hnetumjörrjóma og salthnetum. Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka 20 stk Oreo kexkökur 60 g smjör, brætt 225 g...
Einfaldir Oreo ostakökubitar
Ótrúlega ljúffengir Oreo ostakökubitar sem eru bæði einfaldir og fljótlegir í undirbúningi. Eins og flestar ostaköku eru þeir þó bestir vel kaldir þannig að þeir þurfa að vera dágóða stund í kæli áður en þeir eru bornir fram til að ná fullkomnun. Hér er á ferðinni algjört gúmmelaði sem klikkar ekki! Einfaldir Oreo ostakökubitar...
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma. Ég fékk skemmtilega...
Kjúklingabringur með rjómaosta- og pestófyllingu
Helgarrétturinn er mættur í allri sinni dýrð. Himneskar og ofureinfaldar kjúklingabringur fylltar með rjómaosti, pestó og parmaskinku, svona réttur sem hefur það allt! Kjúklingarétturinn bragðast frábærlega með sætum kartöflum, góðu salat og dásamlegt að bera fram með vel kældu Jacob´s Creek Chardonnay hvítvíni frá Ástralíu með suðrænni ávaxtasýru sem smellpassar með þessum. Njótið vel og góða helgi!...
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn. Súkkulaðideig sett í muffinsform Rjómaostakrem sett yfir Að lokum...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...