Þessi uppskrift af Toblerone ís er sú allra besta sem ég hef prófað. Ætli það séu ekki svona 10 ár síðan ég gerði hana fyrst og án undantekninga er ég beðin um uppskriftina. Ég held að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar nota ég eggjahvíturnar líka og stífþeyti þær og hræri varlega saman við ísblönduna í lokin, hinsvegar er bara mjög mikið Toblerone í henni, bæði brætt og saxað. Og síðan en ekki síst hef ég notað Örnu rjómann síðan hann kom á markað og því er ísinn ekki eins þungur í magann en mér finnst muna miklu að nota laktósafrían rjóma.
Þessi uppskrift er frekar stór og ég mæli með að setja blönduna í 2 meðalstór form eða bara skipta niður í þau form sem ykkur hugnast.
Og svo til þess að toppa þetta algerlega mæli ég með súpereinfaldri Toblerone sósu með.
Fullkominn í áramótaboðið!
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða!
Leave a Reply