Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að gera “ostaköku” sem inniheldur ekki ost. Hljómar kannski algjörlega fáránlega en í raun er það bara alveg sjúklega gott og alls ekki eins flókið og ætla mætti.
Það þarf bara að hugsa aðeins fram í tímann því kasjúhneturnar þurfa að liggja í bleyti helst yfir nótt en svo er þetta bara mjúk sigling eftir það. Þessi er óbökuð svo eina sem þarf er bara smá kæli eða frystipláss. Í þessari köku eru einungis lífræn gæða hráefni og ég notaði alveg geggjað engiferkex í botninn. Það kallaði hreinlega bara á það að vera notað í ostakökubotn og það stóð svo sannarlega undir væntingum.
Þessa verðið þið hreinlega bara að prófa!
Leave a Reply