Það eru nánast eins og jólin séu komin þegar Gríska haustjógúrtin frá Örnu kemur í verslanir í lok sumars. Þvílíkur lúxus sem þessi jógúrt er og bragðið er himneskt. Það liggur auðvitað beinast við að gera góða jógúrt köku þegar hún kemur og bjóða upp á í fyrsta saumó haustsins. Ótrúlega auðvelt að gera og hægt að útbúa fyrirfram og geyma í kæli þar til bera á kökuna fram.
Ég bakaði hafrakexið sérstaklega fyrir kökuna en vissulega þarf þess ekki. Það er bara eitthvað sérlega gott við heimabakað hafrakex og það passar svo vel við bláberjajógúrtina.
Það er alveg grá upplagt að nýta krukkurnar undan jógúrtinni og raða kökunni í krukkurnar. Þær eru líka alveg afbragðs sultukrukkur!
Leave a Reply