Innihaldslýsing

170g kalt smjör í bitum
2 bollar hveiti
1 bolli heilhveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 tsk cayenne pipar
1 stórt egg
1 bolli AB mjólk frá Örnu, ísköld
1 bolli Mozzarella með pipar frá Örnu + auka til að setja yfir skonsurnar
240g beikon, bakað í ofni og skorið í bita
1 egg til penslunar
Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að raða beikoni á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í ofni þar til það er stökkt. Kælið og skerið í litla bita.
2.Setjið þurrefnin í matvinnsluvél ásamt smjörinu.
3.Setjið deigið á borð og hnoðið beikoninu og ostinum saman við deigið. Skiptið deiginu í 2 hluta. Mótið hvorn helming í hring sem er sirka 2 og hálfur sentimeter að þykkt. Skerið í 8 bita eins og pizzu og setjið á ofnplötu með góðu millibili.
4.Sláið egginu saman og penslið skonsurnar, setjið meira af mozzarella ostinum yfir skonsurnar.
5.Bakið við 200°C í ca. 20 mín eða þar til osturinn er orðinn fallega gylltur.
6.Berið fram volgar helst, einar og sér eða með súpu t.d.

Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða með súpu til dæmis. Jafnvel með helgarbrönsinum. Þær eru einnig fljótlegar þar sem ekkert ger er í þeim og þurfa því ekkert að hefast.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.