Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti.
Ég er hérna með minni bökur sem ætluð er fyrir einstakling en það er einnig hægt að setja smjördeigsplöturnar saman og rúlla þeim saman út og gera bökuna stærri. Einnig ef þið náið í upprúllað smjördeig væri það snjallt.
Leave a Reply