Innihaldslýsing

1 pakki smjördeig - 6 plötur
6-7 skalott laukar
10cm bútur blaðlaukur, hvíti hlutinn
50g smjör
2 hvítlauksgeirar
1 poki mozzarella hreinn frá Örnu
1/2 krukka Salatfeti frá Örnu
3 msk balsamedik
1 msk sojasósa
1 msk hunang
5-6 ferskar timian greinar
Sjávarsalt og svartur pipar
Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti. Ég er hérna með minni bökur sem...

Leiðbeiningar

1.Takið smjördeigið út með um 20 mín fyrirvara, takið plöturnar úr kassanum og setjið þær á plötu á meðan þær þiðna.
2.Afhýðið skalottlaukinn og skerið í þunnar sneiðar, skerið blaðlaukinn í sneiðar ásamt hvítlauknum og sveppunum.
3.Setjið smjörið á pönnu og hitið ofninn í 190°C blástur.
4.Steikið laukinn við meðalhita í 3-4 mín. Bætið sveppunum út á pönnuna ásamt balsamediki, sojasósu, hunangi og svörtum pipar eftir smekk. Leyfið blöndunni að malla á pönnunni í 10 mín.
5.Setjið ferskt timian saman við í lokin.
6.Á meðan sveppa/lauk blandan mallar skerið þið hverja smjördeigsplötu í tvennt. Setjið mozzarellaost eftir smekk á hvern smjördeigsferning en skiljið smá kant eftir.
7.Þegar blandan er tilbúin á pönnunni skiptið þið henni á milli kubbana með því að setja hana yfir ostinn. Setjið fetaostinn yfir ásamt örlítið meiru af mozzarella. Ég penslaði kantana ekki með eggi en það væri áreiðanlega smart að gera það.
8.Bakið bökurnar í 25 mín, fylgist bara vel með þar sem ofnar eru misjafnir. Stráið smávegis af sjávarsalti yfir bökurnar eftir eldun ef vill.

Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti.

Ég er hérna með minni bökur sem ætluð er fyrir einstakling en það er einnig hægt að setja smjördeigsplöturnar saman og rúlla þeim saman út og gera bökuna stærri. Einnig ef þið náið í upprúllað smjördeig væri það snjallt.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.