Það er fátt hátíðlegra en sörur. Við þekkjum þessar klassísku með möndlubotninum, súkkulaði og kaffi kreminu og hjúpað dásamlegu suðusúkkulaði. Þær eru sí vinsælar og á mörgum heimilum taka fjölskyldur sig saman og baka þær í sameiningu. Það er smá handavinna að útbúa sörur en útkoman er sannarlega þess virði.
Þessar eru tilbrigði við þessar klassísku en almáttugur minn, þær eru sannarlega ekki síðri. Marsípanbotn í grunninn með unaðslegu karamellukremi og hjúpað með silkimjúku Karamellu Doré súkkulaði frá Nóa Síríus. Karamelluna er hægt að kaupa tilbúna í krukkum í betri verslunum en það er einnig hægt að útbúa hana heima á auðveldan hátt. Uppskrift fylgir ef þið viljið fara þá leið.
Líkt og með þessar klassísku geymast þær best í frysti og gott að bera þær fram hálffrosnar. Þessar verðið þið bara að prófa!
Leave a Reply