Þessar dásamlegu smákökur eru að mínu mati algjörlega fullkomnar og alveg eins og súkkulaðibitakökur eiga að vera. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Með því að blanda saman rjómasúkkulaðinu með karamellukurlinu og íslenska sjávarsaltinu með 70% súkkulaðinu næst dásamlegt jafnvægi og bragðið verður algjörlega ómótstæðilegt. Uppskriftin er alveg mátulega stór en það er lítið mál að margfalda hana. Það er líka algjör snilld að frysta kökurnar óbakaðar en þannig er alltaf hægt að stinga nokkrum í ofninn eftir þörfum og eiga þá alltaf til nýbakaðar smákökur, athugið bara að þá þarf aðeins að lengja í baksturstímanum.
Leave a Reply