Á mörgum heimilum er rík hefð fyrir því að útbúa heimagerðan ís sem borinn er svo fram á jólum. Sum halda sig við sína uppskrift sem eðlilega má ekkert hrófla við og ætti kannski heldur ekkert að gera það. Hinsvegar, ef þú ert að leita að nýrri uppskrift eða hefur kannski aldrei gert heimagerðan ís áður, þá er þessi uppskrift góð byrjun. Ólíkt mörgum öðrum uppskriftum þá nýti ég hérna líka eggjahvíturnar. Þær gera ísinn loftmeiri, mýkri og auðvitað er hann prótínríkari þannig. Karamellu Doré súkkulaðið frá Nóa Síríus er aðalnúmerið hér með smá aðstoð frá Rjómasúkkulaðinu klassíska. Ristaðar heslihnetur fá að vera með en ég er með algjört æði fyrir þeim þessa dagana og bæti þeim við hvar sem ég get!
Uppskriftin er alls ekki flókin en krefst þess svolítið að leggja allt eldhúsið undir sig en það má alveg svona í aðdraganda jóla.
Leave a Reply