Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt?
Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg sem gufusjóðast á pönnunni. Og best er að hafa rauðuna vel fljótandi.
Þessi blanda, grænmeti, góð krydd og egg eru fullkominn morgunmatur, fer vel á brunch borðið og ég mæli að bera réttinn fram með mímósu ef stemning er fyrir því.
Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi
Leave a Reply